spot_img
HomeFréttirÞórir með 57 stig er staðfest

Þórir með 57 stig er staðfest

Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér og nú er það staðfest að Þórir Magnússon skoraði vissulega 57 stig í einum og sama leiknum en það var fyrir tíma úrvalsdeildarinnar en var þó í efstu deild á þeim tíma.
 Það var 20. febrúar árið 1967 sem að Þórir fór hamförum gegn ÍS í  90-72 sigurleik. Leikurinn fór vissulega fram í Laugardalshöllinni. Fyrra metið átti Einar Bollason sem voru 49 stig eins og greint var frá í  grein Morgunblaðsins að morgni 22. febrúar 1967. 
 
"Gamla metið 49 stig var sett að Hálogalandi af Einar Bollasyni KR og gerir það þetta met mun glæsilegra þar sem mun auðveldara er að ná hárri stigatölu í Hálogalandssalnum heldur en í hinum stóra sal Laugardalshöllinni. Átti Þórir mjög góðan leik og hitti afburða vel af löngu færi og brauzt að auki  hvað eftir annað í gegn um vörn stúdentanna uppá eigin spýtur"  
Texti tekinn úr Morgunblaðinu þann 22. febrúar 1967. 

Frétt úr Morgunblaðinu þann 22. febrúar 1967 

Sigurður Hjörleifsson umboðsmaður og fyrrum liðsfélagi Þóriss staðfestir einnig þetta met við okkur hér og vildi minna á það að Þórir var mikil langskots skytta og flest skota hans í þessum leik voru langt utan af velli og þar var engin þriggjastiga lína. 
 
Það er hér með staðfest að Þórir Magnússon á stigametið í efstu deild á Íslandi. En metið í Úrvalsdeildinni eftir að hún var stofnuð eru vissulega 54 stig sett af Vali Ingimundarsyni og nú á dögunum jafnað af Páli Axel Vilbergssyni

Fréttir
- Auglýsing -