Næstsíðasta umferðin áður en Iceland Express deild kvenna verður skipt upp í A og B riðil fór fram í kvöld þar sem KR skellti Hamri og í ljós kom að Keflavík og Haukar munu leika hreinan úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í A-riðli.
KR burstaði Hamar 77-49 þar sem Jenny Finora gerði 18 stig fyrir KR og Kristrún Sigurjónsdóttir var með 21 stig í liði Hamar.
Haukar fengu Njarðvík í heimsókn og lögðu gesti sína 94-65 þar sem Heather Ezell fór hamförum með magnaða þrennu, 40 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar. Shantrell Moss var svo með 30 stig og 15 fráköst í Njarðvíkurliðinu.
Þá hafði Grindavík 10 stiga sigur á Val í Röstinni 69-59 en Valskonur telfdu fram nýjum leikmanni í kvöld, Dranadia Roc, sem gerði 28 stig fyrir Val en hjá Grindavík var Petrúnella Skúladóttir með 21 stig.
Keflavík gerði góða ferð vestur í Stykkishólm er liðið lagði Snæfell 65-81. Birna Valgarðsdóttir gerði 19 stig og tók 8 fráköst í liði Keflavíkur en hjá Snæfell var Sherell Hobbs með 17 stig og 10 fráköst.
Nánar síðar…