Keflvíkingar áttu ekki í töluverðum vandræðum með topplið Stjörnunar í Iceland Express deild karla í kvöld. 118-83 var lokataðan á töflunni í Toyotahöllinni og Keflvíkingar svo sannarlega vel að þessum stórsigri komnir.
Leikurinn hófst með látum hjá báðum liðum en það voru Keflvíkingar sem náðu forystunni framan af. En Stjörnumenn með Justin Shouse í fararbroddi náðu að minnka muninn jafn og þétt og voru aðeins 2 stigum undir eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum fjórðung fór svo að draga á milli liðanna. Keflvíkingar voru að hitta gríðarlega vel ásamt því að prjóna sig hvað eftir annað í gegnum vörn gestanna. Stjörnumenn voru þó ekki langt undan en frumkvæðið vissulega í höndum heimamanna.
13 stig skildu liðin í hálflleik og voru það heimamenn sem svo sannarlega mæta tilbúnir til leiks í þeim seinni. Þeir hreinlega loka vörninni hjá sér og í sóknarleikur þeirra var hreint út sagt frábær. Á meðan voru gestirnir að láta allt fara í taugarnar á sér og var smá hiti komin í leikmenn. Litlu mátti muna að uppúr siði um miðjan þriðja fjórðung þegar Jovan Zdravevski og Gunnar Einarsson fleygja sér í gólfið á eftir boltanum en uppúr því uppskar Gunnar villu á óskiljanlega hátt því að því er virtust báðir leikmenn eiga jafn mikið í hlut. En Keflvíkingar héldu samt sem áður að þjarma að gestum sínum og skoruðu 39 stig gegn 18 og má segja að þar hafi leikurinn nánast verið búin.
Fjórði leikhluti bar þess merki að leikurinn væri búin. Keflvíkingar höfðu lítið fyrir því að klára þennan leik og gestirnir virtust ekki hafa neina trú á því að þeir ættu nokkur möguleika á að jafna og komast aftur í leikinn. Því fór sem fór og Keflvíkingar sem fyrr segir vel að þessu sigri komnir enda töluvert sterkari aðilinn í Toyotahöllinni í kvöld.
Viðtöl og Myndasafn birtast seinna í kvöld.