spot_img
HomeFréttirÞór vann Skallagrím í kvöld

Þór vann Skallagrím í kvöld

 
Þór Þorlákshöfn tók á móti Skallgrím í 1. deild karla í kvöld. Þór vann þennan leik með 68 stigum gegn 58. Leikurinn einkenndist af góðum varnarleik beggja liða. Leikurinn fór rólega af stað og liðin ekki að hitta vel. Staðan eftir 1. leikhluta var 13-13. 2. leikhluti var jafn og spennandi. Mikli barátta var um allan völl og menn að vinna vel hvor fyrir annan. Þetta kemur fram á www.thorkarfa.com  
Lítið var um að menn voru að fá opin skot og menn ekki að setja niður skotin sín. Staðan í hálfleik var 31-27. Í þriðja leikhluta náði Þór svo að síga aðeins fram úr Skallagrími og var með 9 stig forskot fyrir loka leikhutann, 51-42. Þór náði að halda út allan leikinn og náðu að innbyrða sigur 68-58.
 
Atkvæðamestir hjá Þór voru: Richard Field með 23 stig og 15 fráköst. Grétar Erlendsson var með 19 stig og 5 fráköst. Magnús Pálsson var með 10 stig og 8 stoðsendingar ásamt því að spila alveg frábæra vörn á Konrad Tota allan leikinn.
 
Hjá Skallagrím voru atkvæðamestir: Silver Laku með 22 stig og 9 fráköst og stjórnaði leik sinna mann mjög vel. Sigurður Þórarinsson var með 15 stig og 6 fráköst. Konrad Tota var með 10 stig og 7 fráköst.
 
Þór færðist ekkert ofar í töflunni en deildin er að jafnast. Þór er í 5. sæti með 14 stig og Skallagrímur í 3. sæti með 16 stig.
 
 
Hjalti Vignisson var með myndavélina á lofti í kvöld og má sjá afraksturinn á heimasíðu Þórsara
Texti: Hákon Hjartarson 
Ljósmynd/Hjalti Vignisson: Magnús Pálsson skýtur að körfu Skallagríms í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -