spot_img
HomeFréttirAnnar sigur hjá St. Etienne

Annar sigur hjá St. Etienne

 
Logi Gunnarsson og félagar hjá franska liðinu St. Etienne unnu í gær sinn annan leik í röð í frönsku NM1 deildinni þegar þeir tóku á móti Espe Basket Pro. Lokatölur leiksins voru 77-64 St. Etienne í vil.
Logi var í byrjunarliðinu og lék í tæpar 15 mínútur í leiknum og skoraði 2 stig. Þá var Logi einnig með 3 stoðsendingar í leiknum en brenndi af öllum þremur þriggja stiga tilraunum sínum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -