Tveimur leikjum var að ljúka í Subwaybikarnum en annarsvegar komst kvennalið Hauka áfram með sigri á Snæfell og karlalið ÍR lagði Breiðablik í Smáranum. Þrír bikarleikir hefjast núna kl. 19:15 og er hægt að fylgjast með þeim í beinni tölfræðilýsingu á www.kki.is
Haukar skelltu Snæfell í kvennaflokki 61-84 þar sem Heather Ezell hélt uppteknum hætti með glæsilega þrennu er hún skoraði 23 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Sherell Hobbs var stigahæst í liði Snæfells með 25 stig, 11 fráköst og 7 stolna bolta.
ÍR-ingar eru komnir í undanúrslitin í karlaflokki eftir 87-94 sigur á Breiðablik í Smáranum. Michael Jefferson setti niður 28 stig fyrir ÍR en Hjalti Friðriksson var stigahæstur í liði Blika með 21 stig.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Michael Jefferson í baráttunni gegn KR á föstudag.