spot_img
HomeFréttirEl Clásico í kvöld í Keflavík

El Clásico í kvöld í Keflavík

 Risarnir frá Suðurnesjum, Njarðvík og Keflavík mætast í síðasta leiknum í 8 liða úrslitum Subway bikarsins í kvöld. Það er jafnan vel tekist á í viðureignum þessara liða. Bæði lið mæta með breytt liðskipan frá síðasta leik þeirra. 
 Keflvíkingar hafa fengið Draelon Burns til liðs við sig eftir að hafa losað sig við Rashon Clark.  Draelon hefur til þessa reynst þeim betur og spilaði t.a.m. gríðarlega vel á föstudag í stórsigri Keflvíkinga á toppliði Stjörnunar. 
 
Njarðvíkingar hafa fengið liðsstyrk frá því í síðasta leik gegn Keflavík en Nick Bradford kom til liðsins núna eftir áramót.  Njarðvík sigraði deildar leik þessara liða í vetur með 76-63 í Ljónagryfjunni. Leikurinn hefst í kvöld kl 19:15 og búast má við fullu húsi. 
 
Leikurinn verður í beinni á www.sporttv.is
Fréttir
- Auglýsing -