Logi Gunnarsson er allur að koma til í frönsku deildinni en í gær skoraði kappinn 18 stig í sigri liðs síns St. Etienne gegn Challans.
Challoas er eitt af topp liðum deildarinnar og var þetta gríðarlega mikilvægur sigur fyrir lið St Etienne. St Etienne skríður upp í 10 sætið með þessum sigri eftir 19 umferðir í deildinni en í heildina eru leiknar 34 umferðir þannig að nóg af stigum eru enn í pottinum.