TCU tók á móti Colorado State í gær í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik. Helena var næst stigahæst í 78-51 sigri TCU. Helena gerði 14 stig í leiknum, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Þetta var þriðji sigur TCU í röð og er liðið í 1. sæti Mountain West riðilsins með fimm sigurleiki og einn tapleik. Næsti leikur TCU er á útivelli á laugardag gegn New Mexico.