Fyrstu umferðinni í undanriðlum Euroleague lauk í gærkvöldi með fimm leikjum þar sem Regal Barcelona hélt sigurgöngunni áfram með 79-69 heimasigri gegn Maroussi BC. Juan Carlos Navarro var sem fyrr atkvæðamikill í liði Barcelona með 17 stig og 8 stoðsendingar. Ricky Rubio, sem fyrir þessa leiktíð sendi NBA deildinni langt nef, gerði 3 stig í leiknum á þeim rúmum 20 mínútum sem hann lék.
Lucas Jamon var svo stigahæstur hjá Maroussi með 24 stig og 4 fráköst.
Önnur úrslit gærkvöldsins í Euroleague:
Montepaschi Siean 76-72 Maccabi Electra
Asseco Prokom 89-65 Zalgiris
BC Khimki 83-70 Cibona Zagreb
Caja Laboral 85-89 Olympiacos
Ljósmynd/ Navarro hefur leikið fantavel með Barcelona þetta tímabilið en hann lék m.a. áður með Memphis Grizzlies í NBA deildinni.