spot_img
HomeFréttirHawks unnu Celtics enn einu sinni

Hawks unnu Celtics enn einu sinni

 Atlanta Hawks lögðu Boston Celtics í nótt og hafa þannig unnið allar fjórar viðureignir liðanna í vetur. Paul Pierce átti stórleik fyrir Celtics, en það var ekki nóg þar sem aðrir voru ekki að skila sínu. Á meðan unnu LA Lakers góðan sigur á Philadelphia og Cleveland vann Indiana örugglega.
Denver tapaði í fyrsta sinn í níu leikjum þegar Kevin Durant og félagar hans í Oklahoma Thunder lögðu þá að velli. Denver léku án stigahæsta manns deildarinnar, Carmelo Anthony, sem er meiddur. Loka má geta þess að Chicago Bulls lögðu New Orleans Hornets í farmlengdum leik
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði
 
Indiana 73 Cleveland 94
Philadelphia 91 LA Lakers 99
Atlanta 100 Boston 91
Minnesota 111 LA Clippers 97
New Orleans 106 Chicago 108
New Jersey 79 Washington 81
Oklahoma City 101 Denver 84
Detroit 65 Miami 92
Houston 104 Portland 100
San Antonio 104 Memphis 97
Utah 101 Sacramento 94
Golden State 110 Charlotte 121

Mynd/AP – Joe Johnson og Al Horford sækja að Glen Davis.

 
Fréttir
- Auglýsing -