Logi Gunnarsson og félagar í St. Etienne sigruðu í gær lið Angers BC 82-59 og hafa nú sigrað í fjórum leikjum í röð. Öll þessara liða sem þeir hafa sigrað eru í efri hluta deildarinnar og standa nú St. Etienne í 10. sæti deildarinnar.
Logi byrjaði inná í fjórða leiknum í röð og í gær spilaði kappinnn 27 mínútur. Á þeim gerði hann 16 stig og sendi 6 stoðsendingar. Loga hefur gengið mjög vel núna á nýju ári og var honum launað lambið gráa með því að vera valinn leikmaður janúar mánaðar og fékk í kjölfarið risa stóra kampavínsflösku líkt og gerist í Formúlunni. Ekki fylgir því hvort hann hafi opnað flöskuna strax og sprautað úr henni yfir félaga sína.
Titli þessum fylgir þó sú kvöð að kappinn þurfit að fara uppá svið og halda smá ræðu og tókst það ágætlega en hann lét þó Engilsaxneskuna duga og lofaði að næst myndi hann ráðast á púltið frönskumælandi.