spot_img
HomeFréttirArgentínumenn efstir á heimslistanum

Argentínumenn efstir á heimslistanum

 
Það eru Argentínumenn sem tróna á toppi heimslista FIBA sem reiknaður var út eftir Evrópumótið síðasta sumar. Argentínumenn hafa 865 stig á toppi listans en ekki langt undan koma Bandaríkjamenn með 861 stig. Eina Norðurlandaþjóðin á listanum er Svíþjóð í 65. sæti með 3 stig.
Efstu fimm:
Argentína – 865
Bandaríkin – 861
Spánn – 759
Grikkland – 529
Serbía – 459
 
Sæti 3-8 á listanum eru skipuð Evrópuþjóðum en þjóðirnar eru: Spánn, Grikkland, Serbía, Litháen, Þýskaland og Ítalía.
 
Í kvennaflokki eru það Bandaríkjamenn sem tróna á toppi heimslistans með 1140 stig en Rússar eru í 2. sæti með 921 stig. Rétt eins og í karlaflokki eru Svíar eina Norðurlandaþjóðin í kvennaflokki á listanum en sænska kvennalandsliðið er í 24. sæti listans með 40 stig.
 
 
Ljósmynd/ Argentínumenn í fullu fjöri á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
 
Fréttir
- Auglýsing -