spot_img
HomeFréttirTveir leikir á dagskrá í kvöld

Tveir leikir á dagskrá í kvöld

 
Í kvöld eru tveir leikir á dagskránni. Í 2. deild karla mætast Álftanes og Reynir Sandgerði kl. 19:45 á Álftanesi. Um er að ræða toppslag í B-riðli 2. deildar þar sem Álftnesingar tróna á toppnum með 14 stig en Sandgerðingar eru í 2. sæti með 10 stig ásamt Mostra og HK.
Þá er einn leikur í drengjaflokki þegar Hamar/Þór Þorlákshöfn tekur á móti Njarðvík kl. 21:15 í Þorláksöfn. Hamar/Þór Þorlákshöfn er í efsta sæti B-riðils í drengjaflokki með 16 stig en Njarðvíkingar hafa 14 stig í 2. sæti riðilsins.
 
Fréttir
- Auglýsing -