spot_img
HomeFréttirÖlla-völlur vígður í Reykjanesbæ

Ölla-völlur vígður í Reykjanesbæ

Nýr og ansi veglegur körfuboltavöllur var vígður í Reykjanesbæ í gær 17. júní við athöfn. Völlurinn er staðsettur við 88 húsið/Fjörheima sem er félagsmiðstöð Reykjanesbæjar að Hafnargötu 88. Völlurinn og verkefnið í heild sinni var hugmynd ungmennaráðs félagsmiðstöðvarinnar og um leið var ákveðið að halda minningu Örlygs Arons Sturlusonar lifandi þar sem að völlurinn fékk nafnið Ölla-völlur. Örlygur eða Ölli eins og hann var jafnan kallaður, lést af slysförum aðeins 18 ára gamall og þá þegar hafði kappinn áorkað að landa Íslandsmeistaratitli og spilað nokkra landsleiki.

Fjölmenni var viðstaddur við vígslu vallarins í gær og á borðann klippti Særún Lúðvíksdóttir móðir Ölla og dætur Elvars Sturlusonar bróðir Ölla, og hleyptu þar með körfuboltaþyrstum viðstöddum til keppnis. Fyrsta keppninn að sjálfsögðu Stinger.

Pulsur og með því voru svo fyrir alla í boðinu og óhætt að segja að stemmningin var í anda Örlygs þar sem að gleði og keppnisskap sveif yfir svæðið.

Völlurinn og verkefnið var fjármagnað að fullu með framlagi fyrirtækja, einstaklinga og að sjálfsögðu frá Reykjanesbæ.

Særún og Elvar ásamt dætrum Elvars fylgjast með Margréti Norðfjörð Karlsdóttir flytja ræðu fyrir opnun
Fréttir
- Auglýsing -