Paul Pierce, hinn öflugi leikmaður Boston Celtics er ekki fótbrotinn eins og fréttir vestanhafs hermdu í gær, heldur slapp hann með tognun. Það eru góðar fréttir fyrir Celtics sem voru á nálum í gærdag vegna meiðslanna.
Hann gæti jafnvel verið með liðinu í kvöld, en samkvæmt Yahoo! Sports er líklegra að hann mæti aftur til leiks um helgina.