spot_img
HomeFréttirÆsispenna og darraðadans á Vatninu

Æsispenna og darraðadans á Vatninu

 
Laugdælir mættu stjörnunni í 1. deild kvenna á heimavelli sínum Vatninu í gærkvöld. Leikurinn var vægast sagt í háspennu allan tímann þar sem aldrei munaði meiru en 7 stigum þegar mest lét og oftast hnífjafnt.
 
Fyrsti leikhluti sveiflaðist 5 stig í hag Stjörnunnar en síðan fóru Dælurnar í gang og og komust 5 yfir en misstu það aftur. Stjarnan leiddi að leikhlutanum loknum með einu 19-20. Í öðrum leikhluta voru Dælurnar aðgangsharðar og fengu mikið dæmt á sig. Þannig var Margrét Harðar komin með 4 villur í hlálfleik og farið að gæta pirrings hjá leikmönnum.
 
Jafnt var á öllum tölum leikhlutans þar til tvær mínútur voru eftir að Stjarnan komst í 5 stiga forystu. Dælurnar settu niður síðustu körfuna og staðan í halfleik 32-35. Þriðji leikhluti var hnífjafn og endaði 50-53. Í hönd fór fjórði leikhluti með miklum darraðadansi, taugatitringi og mistökum á báða bóga. Fimm mínútur liðu þar til Dælur settu niður körfu 52-53, mínútu síðar setti Elma tvö og Dælurnar komust yfir 54-53. Þá setti Anna Soffía niður þrist fyrir Stjörnuna sem vann boltann svo aftur og fékk víti þar sem annað fór niður. Staðan því orðin 54-57 og 2:25 eftir á klukkunni. Elma setur tvist, 56-57, og Dalla blokkar þriðja skotið í þessum leikhluta. Laugdælir ná boltanum og virðast eiga góðan séns en Stjörnustúlkur gefa ekki eftir í vörninni, ná boltanum og geysast upp 1:17 eftir og Dalla blokkar aftur skot og Dælur vinna enn boltann. Nú eru 58s á klukkunni og sóknin verður löng, 20 sek eftir og skot Elmu geigar. Stjarnan nær boltanum, leikbrot… 2 sek og Gísli tekur leikhlé fyrir Laugdæli… Stjarnan með innkast, leikbrot og Stjarnan fær tvö skot og tíminn liðinn, Arnina setur annað niður og Stjarnan hrósar sigri á tvíefldu liði Laugdæla frá því fyrir áramót 56-58.
 
Atkvæðamestar voru Arnina L. Rúnarsdóttir í Stjörnunni með 15 stig og Salvör (Dalla) Sævarsdóttir Laugdælum með 23 stig, ótal fráköst og a.m.k. 4 blokkuð skot í síðasta leikhluta einum.
 
Texti og myndir: Kári Jónsson
Fréttir
- Auglýsing -