spot_img
HomeFréttirGuðni með góðan leik fyrir Bakken

Guðni með góðan leik fyrir Bakken

Guðni Heiðar Valentínusson átti glæsilegan leik þegar Bakken Bears sigraði SISU CPH 91-68 í sjónvarpsleik í gærkvöld. Kappinn skoraði 6 stig, tók 6 frákökst og gaf 3 stoðsendingar.
 
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og skiptust liðin á að vera með yfirhöndina, en þó án þess að ná tökum á leiknum. Hálfleikstölur 42-36.
 
Í þriðja leikhluta var leikurinn enn mjög jafn en Birnirnir alltaf einu skrefi á undan. Leikurinn enn mjög jafn og spennandi.
 
 
Í síðasta leikhlutanum var eins og SISU CPH hefði skellt sér til Ibiza í afslöppun, því þeir komu algerlega hauslausir inn í annars opinn leik. Guðni Heiðar kom inná og fiskaði ruðning á leikmann SISU, og það kveikti í honum því í tveim næstu sóknum gaf hann tvær "High-low" á Chris Christoffersen miðherja Bakken og þar með misstu SISU menn móðinn og létu skotklukkuna renna út 4 sinnum án þess að reyna skot. Í miðjum leikhlutanum komust Birnirnir í 20 stiga forystu og skoraði Guðni 4 stig í röð eftir það var leikurinn aldrei í hættu.

Þess má geta að Christian Drejer, besti leikmaður Dana frá upphafi hefur dregið skóna fram og mun leika með SISU CPH það sem eftir er vetrar. Kappinn meiddist í upphafi tímabils

 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -