Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni á laugardag þar sem Guðni Valentínusson sallaði niður 11 stigum fyrir Bakken Bears í 112-117 útisigri gegn BK Amager.
Guðni var í byrjunarliði Bakken í leiknum á laugardag og lék í tæpar 19 mínútur. Eins og fyrr greinir var hann með 11 stig í leiknum, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu.
Þeir Sigurður Þór Einarsson og Halldór Karlsson máttu þola tap á útivelli með Horsens IC gegn Horsholm 79ers. Lokatölur voru 85-77 Horsholm í vil en Sigurður gerði 12 stig fyrir Horsens í leiknum á 33 mínútum en Halldór náði ekki að skora þeim tæpu 7 mínútum sem hann lék í leiknum.
Ljósmynd/ Guðni Valentínusson var í byrjunarliði Bakken Bears á laugardag.