Stjórn kkd. Hauka ákvað í dag að segja upp samningi við Landon Quick sem kom til félagsins um áramót. Landon lék alls fjóra leiki með Haukaliðinu og skoraði í þeim leikjum 20, 8 stig, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
„Já það er rétt að Landon hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Haukaliðið. Koma hans náði ekki að bæta leik liðsins eins og vonast var til og var það því niðurstaða meistaraflokksráðs á fundi í gærkvöldi að segja upp samningnum við hann” sagði formaður meistaraflokksráðs Hauka í samtali við karfan.is.
Engin ákvörðun hefur verið tekin um að finna annan leikmann í stað Landons og má því búast við al íslensku Haukaliði á föstudaginn þegar Haukar mæta Skagamönnum á Ásvöllum.
Mynd: Úr safni