Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem topplið KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn með 68-44 sigri á Grindavík í toppslag deildarinnar. Nú þegar þrjár umferðir eru eftir hefur KR tryggt sér toppsætið og því harðnar baráttan til muna um 2. sætið í deildinni og hjáseturéttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Margrét Kara Sturludóttir gerði 21 stig í liði KR en í liði Grindavíkur var Michele DeVault með 17 stig.
Keflvíkingar gerðu góða ferð í Hveragerði og lögðu Hamar 69-74, Snæfell lagði Val 69-58 og þá höfðu Haukar öruggan 81-40 sigur á Njarðvík.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Margrét Kara sækir að körfu Grindavíkur í DHL-Höllinni í kvöld.