spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHjálmar endursemur við Íslandsmeistara Vals "Vonandi getum við endurtekið leikinn"

Hjálmar endursemur við Íslandsmeistara Vals “Vonandi getum við endurtekið leikinn”

Íslandsmeistarar Vals hafa framlengt samningi sínum við framherjann Hjálmar Stefánsson til næstu tveggja ára.

Hjálmar kom til Vals fyrir nýafstaðið tímabil og var þeim ansi mikilvægur í ferðalagi þeirra að Íslandsmeistaratitlinum, þar sem hann meðal annars var stigahæstur í oddaleik þeirra gegn Tindastól í lokaúrslitunum. Í 33 leikjum fyrir Val á tímabilinu skilaði Hjálmar 8 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Kkd Vals tilkynnir með stolti að Hjálmar Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistaranna um tvö ár.
Hjálmar kom til liðsins í febrúar 2021 frá Spáni og hefur fallið einkar vel inní félagið. Hann lék mikilvægt hlutverk í Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð en skemmst er að minnast ótrúlegrar frammistöðu hans í oddaleiknum fræga.
“Mér hefur liðið einkar vel eftir að ég kom í Val. Andinn í liðinu er frábær og náttúrulega ótrúlega gaman að vinna titilinn í fyrra. Ég hlakka til næsta tímabils og vonandi getum við endurtekið leikinn” sagði Hjálmar í stuttu spjalli.

Fréttir
- Auglýsing -