spot_img
HomeFréttirKeflavík valtaði yfir FSu

Keflavík valtaði yfir FSu

Keflvíkingar áttu ekki í neinum vandræðum með lið FSu í gærkvöldi þegar þeir hreinlega völtuðu yfir gesti sína 136-96 í Iceland Express deild karla.  Lið FSu hefur eins og flestir vita ekki riðið feitum hesti þetta tímabilið og fall úr deildinni er óumflýjanlegt.
Keflvíkingar sem höfðu tapað tveim leikjum í röð með 20 stiga mun hófu leik grimmir og komust strax í 15 stiga forskot í fyrsta fjórðung. Í svona leikjum getur vanmat oft gert vart við sig hjá "stærra" liðinu en í þetta skiptið voru Keflvíkingar tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu. 
 
Það er svo sem lítið hægt að segja um þennan leik nema að Keflvíkingar höfðu þetta frá fyrstu til síðustu mínútu algerlega í hendi sér.  Spilatíma var skipt bróðurlega á milli leikmanna og komu allir við sögu. Andri Skúlason 16 ára upprennandi leikmaður þeirra er ný byrjaður að æfa með liðinu og kom af bekknum í sínum fyrsta leik og setti niður 7 stig á þeim tæpum 8 mínútum sem hann fékk í leiknum. Svo sannarlega flott byrjun á meistaraflokksferlinum.  Urule Igbavboa (erfiðasta nafn sem hægt er að stafsetja) virðist ætla að smella vel inn í leik Keflvíkinga og fyrir utan það að vera gríðarlega hárprúður er kappinn mjög duglegur undir körfunni og á eftir að reynast vel þegar á líður. 
 
,,Það var ákveðið eftir síðasta leik að koma strax tilbúnir og við gerðum það. Það er alltaf hætt við vanmati í svona leikjum en það var ekkert svoleiðis. Nýji maðurinn er að falla vel inní þetta hjá okkur og hann lofar góður. Andri er ungur og nýbyrjaður að æfa með okkur og kom svellkaldur inn af bekknum. Nú er bara að byggja ofaná þetta og koma sér aftur á sigurbraut,” sagði Sverrir Þór Sverrison leikmaður og aðstoðarþjálfari Keflvíkinga eftir leik.
 
Fréttir
- Auglýsing -