spot_img
HomeFréttirHelga úr leik hjá Njarðvík

Helga úr leik hjá Njarðvík

Njarðvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í Iceland Express deild kvenna þar sem miðherjinn þeirra Helga Jónasdóttir mun ekki leika meira á þessari leiktíð sökum meiðsla í hné. Heimasíða Njarðvíkur, www.umfn.is greinir frá.
Helga fór í speglun á mánudaginn var og var því ekki með í leiknum gegn Haukum sl. miðvikudag. Það var augljóst að hennar var sárt saknað, því Haukar höfðu mikla yfirburði í frákastabaráttunni.
 
Helga verður því ekki með Njarðvík í dag þegar liðið mætir Snæfell í Stykkishólmi.
 
 
Ljósmynd/ [email protected] Helga hleypur hér fyrir aftan Ólöfu Helgu Pálsdóttur í leik gegn Val á dögunum.
Fréttir
- Auglýsing -