spot_img
HomeFréttirHáspennu leikur í Ásgarði

Háspennu leikur í Ásgarði

Í Gærkvöld tók kvennalið Stjörnunar á móti Fjölni í Ásgarði í 1. deild kvenna.
 
Bæði lið byrjuðu með miklum kraft, Stjarnan var ekki að fara að gefa neitt eftir á sínum heimavelli og Fjölnisstúlkur spiluðu grimma vörn og komu ekki fyrstu stig Stjörnunar fyrr en eftir fimm og hálfa mínútu. Sóknarleikur Fjölnis gékk ekki upp eins og hún hefur gert og gat Stjarnan nýtt sér það og úr varð hörkuspennandi leikur allar 40 mínúturnar.
Fyrsti leikhluti endaði 6-11 fyrir Fjölni
 
Ljóst var að annar leikhlutinn yrði jafn og baráttumikill og sýndu bæði lið mikinn styrk allan leikhlutann og endaði mjög jafn, 19-21 Fjölni í vil.
 
Seinni hálfleikurinn var spennandi allan tímann og munaði bara tveim til fjórum stigum á liðum mest allann leikinn, þriðji leiklutinn endaði með tveggja stiga forystu Stjörnunnar 35-33.
 
Fjórði leikhluti byrjaði þannig að Stjarnan skellti strax þriggjastiga niður og staðan 38–33 fyrir heimastúlkum, en Fjölnisstúlkur létu það ekki á sig hafa og börðust bara meira og náðu skorinu í 40–38 þegar 7 mín voru eftir af leikhlutanum og Eggert þjálfari Fjölnis tekur leikhlé til að fara yfir stöðuna.
 
Staðan var 43-48 þegar 1:06 mín efir og mikil spenna í húsinu.
 
Þegar 22 sekúndur eru eftir brýtur Fjölnir og Stjarna fær víti, kemur leiknum í 47–48
 
Fjölnir fær innkast, Gréta fær boltann í hendurnar og það er strax brotið á henni, hún fór því á vítalínuna og átti möguleika á að koma Fjölni í 50 stig en skotin fóru ekki ofaní.
 
Staðan 47-48 og 1 stig milli liða, 16 sekúndur eftir og Stjarnan á boltann en náði ekki að búa til gott skot og tíminn rann út og Fjölnir fagnaði eins stigs sigri í hjartastyrkjandi leik.
 
 
 
Stigahæstar hjá Stjörnunni voru Bára Fanney með 10 stig, Agnes með 9 stig, Sigríður 8 stig.
 
Hjá Fjölni voru stigahæstar Gréta María með 21 stig, Efemía með 7 stig og Eva María með6 stig
 
Fjölnisstúlkur eru enn ósigraðar og eiga leik við Skallagrím í Borganesi á sunnudag n.k. kl. 16:00 og verður það hörkuspennandi viðureign.
 
 
Texti: Karl West Karlsson
 
Myndir : Karl West Karlsson
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -