Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir hefur samið við lið Hauka í Subway deild kvenna fyrir komandi tímabil. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Emma Sóldís er einn af efnilegri leikmönnum landsins og kemur til Hauka frá Fjölni, en hún er að upplagi úr Vesturbæ Reykjavíkur. Á síðasta tímabili með deildarmeisturum Fjölnis skilaði hún 8 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik.
Emma Sóldís hefur verið hluti af yngri landsliðum Íslands og er í undir 18 ára liðinu fyrir komandi verkefni í sumar. Þá var hún einnig kölluð inn í hóp a lansliðs kvenna á síðustu leiktíð.