Í kvöld fimmtudaginn 18. febrúar á Karaoke Sport Bar (áður Live Pub) fer fram Polar Sport Quiz strax á eftir leik Liverpool og Unirea um 21:30. Þarna verður ekki einungis spurt um knattspyrnu eins og allir aðrir eru að gera um þessar mundir heldur verður fjallað um allar helstu og stærstu íþróttagreinar heimsins.
Körfubolti, Golf, sund, frjálsar, formúlan og lengi mætti telja. Þetta er keppni sem að enginn sannur íþróttaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Meðal verðlauna fyrir efstu sætin eru t.d miðar á bikarleiki helgarinnar í körfuboltanum fyrir fjóra, veitingar bæði í föstu og fljótandi formi og ýmis íþróttavarningur.
Finnið Polar Sport Quiz á Facebook