Frumraun Antawn Jamison með Cleveland Cavaliers gekk ekki sem skildi þar sem tap gegn Charlotte Bobcats var staðreynd. ´Hann missti marks úr öllum 12 skotum sínum í leiknum, en þetta var annað tap Cavs í röð. Caron Butler og Brendan Haywood halda hins vegar áfram að gera góða hluti hjá sínu nýja liði, Dallas Mavericks, sem unnu Orlando Magic í nótt.
Ray Allen þakkaði pent fyrir að fá að halda sæti sínu hjá Boston Celtics þar sem hann fór fyrir sínum mönnum í sigri á Portland Trail Balzers. Nate Robinson, nýjasti leikmaður Boston, var ekki í leikmannahópnum í fyrsta leiknum síðan hann kom frá NY Knicks í skiptum fyrir Eddie House.
Þá voru nýju mennirnir hjá Washington Wizards að gera góða hluti þar sem Josh Howard var með 20 stig og Al Thornton var með 21.
Loks unnu Miami Heat góðan sigur á Memphis í tvíframlengdum leik þar sem Michael Beasley fór fyrir Heat í fjarveru Dwayne Wade. Memphis misstu gjörsamlega móðinn í annari framlengingu þar sem þeir skoruðu aðeins 2 stig gegn 15 frá Heat, þar af gerði Udonis Haslem 8 stig.
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
Charlotte 110 Cleveland 93
Washington 107 Denver 97
Philadelphia 106 San Antonio 94
Minnesota 94 Chicago 100
New Jersey 89 Toronto 106
Orlando 85 Dallas 95
Detroit 85 Milwaukee 91
Memphis 87 Miami 100
New Orleans 107 Indiana 101
Phoenix 88 Atlanta 80
Golden State 89v Utah 100
Portland 76 Boston 96