spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOrðið á götunni: Eru Jón Axel, Larry og Styrmir Snær á leiðinni...

Orðið á götunni: Eru Jón Axel, Larry og Styrmir Snær á leiðinni í Þorlákshöfn?

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Þór í Þorlákshöfn eru sagðir stórhuga þessa dagana, en eins og komið hefur fram eru þeir á eftir leikmanni Davidson háskólans í Bandaríkjunum Styrmi Snæ Þrastarsyni og þá eru þeir einnig sagðir eiga í viðræðum við Jón Axel Guðmundsson, leikmann Crailsheim Merlins í Þýskalandi og Larry Thomas, leikmann Ventspils í Lettlandi

  • Samkvæmt öðrum orðróm er Jón Axel þá enn sagður á leiðinni heim í Grindavík, og þá með bræðrum sínum Ingva og Braga

  • Aðalstjórn KR mun samkvæmt orðróm hafa gert upp skuldir körfuknattleiksdeildarinnar eftir að það komst í fjölmiðla að deildin hafi verið sein að borga þátttökugjöld fyrir næsta tímabil

  • Tindastóll samdi við besta leikmann úrslitakeppninnar 2021 Adomas Drungilas á dögunum, en samkvæmt heimildum verður hann að öllum líkindum launahæsti leikmaður deildarinnar á næsta tímabili eftir að Stólarnir buðu betur en nokkur önnur lið deildarinnar

  • Jenný Geirdal Kjartansdóttir leikmaður Grindavíkur er sögð vera á leið í háskóla í Bandaríkjunum fyrir næsta tímabil

  • Þá er liðsfélagi hennar úr Grindavík Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir einnig sögð á leið vestur um haf í háskólaboltann

  • Njarðvíkingurinn Gabríel Möller er samkvæmt orði götunnar líklegur til að ganga á nýjan leik til liðs við Hamar í Hveragerði

  • Keflvíkingurinn Hjördís Lilja Traustadóttir er samkvæmt orðrómi við það að semja við Val

  • Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er enn sagður á leiðinni heim eftir gott tímabil með Landstede Hammers í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, er hann nú sagður velja á milli þess að ganga aftur í raðir KR eða til liðs við nokkra fyrrum liðsfélaga sína hjá Íslandsmeisturum Vals

  • Kári Jónsson er sagður líklegur til þess að leita út fyrir landsteina Íslands eftir titilinn með Val nú í vor og að einhverjar líkur séu á því að hann fari aftur til Spánar

  • Þá er annar leikmaður Íslandsmeistara Vals Pavel Ermolinski sagður líklegur til þess að framlengja samningi sínum við félagið

  • Álftnesingar eru sagðir stórhuga fyrir næsta tímabil og að þeir hafi heyrt í fyrrum leikmanni Njarðvíkur Nicolas Richotti, en hann er sagður næsta öruggur til þess að yfirgefa félagið

  • Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er enn sagður líklegur til þess að ganga til liðs við Njarðvík fyrir næsta tímabil, ef þá hann fer úr heimahögunum

  • Leikmaður Selfoss Gasper Rojko er sagður vera að velja á milli þess að ganga til liðs við Hamar eða ÍR

  • Götukörfuboltakóngurinn Bjarni Guðmann Jónsson er sagður íhuga að vera á Íslandi á næsta tímabili og að mögulega verði Njarðvík eða Keflavík fyrir valinu

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -