spot_img
HomeFréttirÞriðja tap Lakers í röð

Þriðja tap Lakers í röð

 Meistarar LA Lakers töpuðu í nótt sínum þriðja leik í röð þegar þeir máttu játa sig sigraða gegn Orlando Magic, andstæðingum sínum í úrslitum NBA síðasta vor, 96-94. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem Lakers tapa þremur í röð.
 
 
 
Orlando voru með örugga forystu framan af leik en Lakers hrukku í gang á lokasprettinum. Kobe Bryant, sem lék þrátt fyrir veikindi, setti tvær 3ja stiga körfur á lokamínútunni og fékk færi á að tryggja sínum mönnum framlengingu á lokasekúndunni en skot hans geigaði.
 
Á meðan unnu Boston Celtics dýrmætan sigur á Washington Wizards, 86-83, þar sem Ray Allen var lykilmaðurinn á lokaspretti þar sem Celtics skoruðu tuttugu stig á móti fjórum.
 
Úrslit/Stigahæstir:
Toronto 101 Philadelphia 114, Jack 20 – Young 32
Orlando 96 LA Lakers 94 Carter 25 – Bryant 34
Detroit 110 Houston 107 (OT) Prince 29 – Martin 27
Boston 86 Washington 83 Allen 25 – Thornton 24
Sacramento 102 Oklahoma City 108 Evans 24 – Durant 27
Denver 118 Portland 106 Anthony 30 – Bayless 24
 
 
Mynd/AP
Fréttir
- Auglýsing -