spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÓlafur helgi í Njarðvík til 2024 "Eigum óklárað verkefni fyrir höndum"

Ólafur helgi í Njarðvík til 2024 “Eigum óklárað verkefni fyrir höndum”

Njarðvík hefur framlengt samningi sínum við framherjann Ólaf Helga Jónsson til næstu tveggja ára.

Ólafur Helgi er að upplagi úr Njarðvík og lék á sínum tíma upp alla yngri flokka félagsins. Fyrsti leikur hans með meistaraflokki var árið 2009 og hefur hann verið með Njarðvík síðan, fyrir utan tvö tímabil sem hann var á mála hjá Þór í Þorlákshöfn 2016-18.

Tilkynning:

Njarðvíkingar hafa náð samkomulagi við Ólaf Helga Jónsson um að hann leiki með félaginu næstu tvö árin. Ólafur er þekkt númer í Ljónagryfjunni enda uppalinn þar og á að baki yfir 200 deildarleiki með félaginu.

„Síðasta tímabil var frábært og það er góð stemning í Njarðvík um þessar mundir. Mér finnst þó eins og við eigum óklárað verkefni fyrir höndum og ég vil leggja mitt af mörkum til þess að sigla því verkefni í höfn,“ sagði Ólafur eftir að hafa skrifað undir.

Eins og áður hefur komið fram er Ólafur Helgi með fjölda leikja undir beltinu en hann lék sitt fyrsta tímabil í Ljónagryfjunni árið 2009 og spilaði þá 12 deildarleiki fyrir Njarðvík.

Fréttir
- Auglýsing -