spot_img
HomeFréttirIgor og Craig áfram hjá KFÍ

Igor og Craig áfram hjá KFÍ

 
 
Nú er það staðfest að Igor Tratnik og Crag Schoen koma aftur til KFÍ eftir sumarfrí og leika með Ísfirðingum í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð. Þeir skrifuðu báðir undir samning við félagið og er mikil ánægja með það hjá öllum í KFÍ segir á heimasíðu félagsins www.kfi.is  
Þetta verður þá þriðja tímabil Craig hjá KFÍ en Tratnik kom til KFÍ á miðju yfirstandandi tímabili.
 
Unnið er að því að klára samninga við alla leikmenn KFÍ. Félagið hefur einnig gengið frá munnlegu samkomulagi við Daða Berg Grétarsson um að spila með liðinu á næstu leiktíð en Daði lék með Ármanni á þessu tímabili.
 
Fréttir
- Auglýsing -