spot_img
HomeFréttirHelgi hafði betur gegn Jakobi

Helgi hafði betur gegn Jakobi

 
Lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik fór fram í gærkvöldi en þar áttust við Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Solna Vikings. Það voru Helgi Magnússon og félagar í Solna sem höfðu sigur úr býtum 82-96 á heimavelli Sundsvall.
Helgi fór mikinn í liði Solna með 17 stig og 7 fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum. Jakob Örn var með 13 stig í liði Sundsvall, 2 stoðsendingar og 2 fráköst á þeim 34 mínútum sem hann lék.
 
Eftir síðustu umferðina í gærkvöldi er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
 
Úrslitakeppnin í Svíþjóð:
 
Norrköping-Boras
Plannja-Gothia
Sundsvall-Uppsala
Solna-Sodertalje
 
Fréttir
- Auglýsing -