Oddaviðureign Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn fór fram í kvöld að Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem heimamenn tryggðu sér sæti í úrslitum í baráttunni um laust sæti í úrvalsdeild. Gestirnir úr Þorlákshöfn gerðu heiðarlega tilraun til þess að nálgast Hauka í fjórða leikhluta en heimamenn höfðu unnið upp góða forystu í þriðja leikhluta.
Lokatölur að Ásvöllum voru 69-58 Haukum í vil þar sem Semaj Inge gerði 18 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Þór var Richard Field atkvæðamestur með 14 stig og 11 fráköst.
Haukar munu þá mæta Valsmönnum eða Skallagrím í úrslitum um laust sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð en staðan í einvígi Vals og Skallagríms er 1-1 og fer oddaleikur liðanna fram í Vodafonehöllinni annað kvöld.
Nánar síðar…