Fjórir leikir eru á dagskrá í meistaradeildinni í kvöld en staðan í öllum einvígjunum er 2-1. Barcelona, Partizan, Olympiacos og CSKA Moskva geta komist á úrslitahelgina sem verða helgina 7.-9. í París.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram.
Áhugavert verður að sjá hvað gerist í kvöld en lið Panathinaikos sem er ríkjandi Evrópumeistari komst ekki einu sinni í 8-liða úrslitin og því ljóst að allt getur gerst.
Viðureignir kvöldsins(sigrar í sviga):
Real Madrid-Barcelona (1-2)
Partizan Belgrad-Maccabi Tel Aviv (2-1)
Caja Laboras-CSKA Moskva (1-2)
Asseco Prokom-Olympiacos (1-2)
Mynd: Juan Carlos Navarro átti frábæran leik með Barcelona síðast og var með 24 stig. Hann setti samtals 15 stig í fyrstu tveimur leikjunum.