Staðan í þriðju viðureign KR og Hamars í Iceland Express deild kvenna er 42-35 KR í vil þegar blásið hefur verið til hálfleiks. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en það lið sem fer með sigur af hólmi í kvöld kemst í 2-1 og getur því tryggt sér titilinn í næsta leik.
Unnur Tara Jónsdóttir er komin með 20 stig og 5 fráköst í liði KR í hálfleik en hjá Hamri er Kristrún Sigurjónsdóttir með 13 stig.
Nánar síðar…