spot_img
HomeFréttirLakers og Cavs töpuðu - Nelson jafnaði NBA-met Lenny Wilkens

Lakers og Cavs töpuðu – Nelson jafnaði NBA-met Lenny Wilkens

Raunir meistara LA Lakers halda áfram og nú í nótt töpuðu þeir fyrir SA Spurs, 81-100, þar sem einn af þetta helstu styrklekum, varamannabekkurinn, brást algerlega. Lakers fengu fjögur stig af bekknum, en á meðan var Manu Ginobili í miklu stuði hjá Spurs og gerði 32 stig, eins og Pau Gasol gerði raunar í heimaliðinu.
 
Á meðan unnu Boston Celtics glæsilegan sigur á Cleveland Cavaliers, 117-113, þrátt fyrir að LeBron James léki eins og andsetinn maður. Hann gerði 42 stig og þar af 20 í síðasta leikhluta.
 
Þrátt fyrir tapið eru Cavs nú tryggir með að halda heimaleikjarétt alla leið upp í úrslitin ef þeir ná það langt.
 
Þá má nefna það að Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors, jafnaði í nótt met Lenny Wilkens yfir flesta sigurleiki sem þjálfari í sögu NBA, þegar hans menn unnu nauman sigur á Toronto Raptors, 112-113. Þeir hafa nú báðir unnið 1332 leiki, en Nellie hefur sex leiki til að slá metið á þessu ári og hafa margir spáð því að hann hengi upp þjálfarajakkann eftir tímabilið ef hann nær því marki. Næsti leikur er einmitt gegn Washington Wizards, einu versta liði deildarinnar, á morgun.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video
 
Boston 117 Cleveland 113
LA Lakers 81 San Antonio 100
Indiana 133 Houston 102
Toronto 112 Golden State 113
Orlando 107 Memphis 92
Washington 109 New Jersey 99
Oklahoma City 116 Minnesota 108
LA Clippers 107 New York 113
Fréttir
- Auglýsing -