Dallas Mavericks komust nær því að tryggja sér annað sætið í Vesturdeild NBA þegar þeir lögðu LA Clippers að velli í nótt, 94-117. Mavericks hafa verið á mikilli uppsveiflu síðustu mánuði og eru til alls líklegir þegar í úrslitakeppnina kemur.
Á meðan unnu keppinautar þeirra í Denver Nuggets sigur á Memphis Grizzlies, 123-101, þannig að þeir eiga enn möguleika á öðru sætinu.
Orlando Magic unnu öruggan sigur á Indiana Pacers, 98-118, og Oklahoma City mátti sætta sig við tap gegn Portland og er því ljóst að þeir munu mæta meisturum LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Úrslit /Tölfræði og video
Indiana 98 Orlando 118
Philadelphia 105 Miami 107
New Jersey 95 Charlotte 105
Detroit 97 Toronto 111
New York 114 Washington 103
Milwaukee 96 Atlanta 104
San Antonio 133 Minnesota 111
Denver 123 Memphis 101
Portland 103 Oklahoma City 95
Sacramento 107 Houston 117
LA Clippers 94 Dallas 117