spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og Valencia töpuðu fyrsta leik átta liða úrslita með minnsta mun...

Martin og Valencia töpuðu fyrsta leik átta liða úrslita með minnsta mun mögulegum

Martin Hermannsson og Valencia töpuðu fyrsta leik einvígis síns gegn Baskonia í átta liða úrslitum ACB deildarinnar í kvöld, 79-80.

Martin, sem er að koma til baka eftir meiðsli hafði hægt um sig í leiknum, en á rúmum fjórum mínútum spiluðum skilaði hann einu frákasti.

Næsti leikur einvígis liðanna er þann 28. maí á heimavelli Baskonia í Vitoria-Gasteiz.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -