spot_img
HomeFréttirÚrslitin hefjast í dag!

Úrslitin hefjast í dag!

 
Í kvöld hefst úrslitaeinvígi Keflavíkur og Snæfells í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Keflavík á heimaleikjaréttinn og því mætast liðin í Toyota-höllinni kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og vitaskuld verður Karfan.is á staðnum og mun uppfæra reglulega stöðuna í leiknum.
Nokkrir landskunnir einstaklingar voru fengnir til þess að spá í spilin fyrir úrslitakeppnina og hefur KKÍ sett inn frétt á heimasíðu sína um málið en þar sést að Helgi Már Magnússon er kominn með flest stig og trónir á toppnum en þeir félagar Helgi Már, Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson skipa efstu sætin í spákeppninni.
 
Keflavík-Snæfell
Leikur 1 í kvöld
Toyota-höllin í Reykjanesbæ
Kl. 19:15
 
Fjölmennum á völlinn!
Fréttir
- Auglýsing -