Búið er að opna fyrir miðasölu hjá Broadway fyrir lokahófið sem verður laugardaginn 1. maí. Undanfarin ár hefur stemning og mæting verið mjög góð og stefnan er alltaf að slá 400 gesta múrinn.
Hægt er að panta miða í matinn eða bara á ballið hér
Miðaverð í matinn er lægra en sl. tvö ár eða 6.500
Broadway býður upp á sérstakt verð fyrir gesti á lokahófi KKÍ sem vilja gista á Park Inn.
• Standard eins manns herbergi kr. 8.500 nóttin.
• Standard tveggja manna herbergi kr. 9.500 nóttin.
• Superior tveggja manna herbergi kr. 11.500 nóttin.
• Junior svítur tveggja manna herbergi kr. 16.500 nóttin.
Fyrstir koma fyrstir fá en ekki eru mörg herbergi eftir svo það er um að gera að panta strax.
Nánari upplýsingar um gistingu og bókanir eru í síma 525-9920 milli kl. 8 og 18 alla virka daga.