spot_img
HomeFréttirNick Bradford í Keflavík ?

Nick Bradford í Keflavík ?

 Dramatíkin með erlenda leikmenn liðanna sem keppa núna um titilinn heldur áfram.  Eins og frétt okkar hér á undan segir frá þá gengur Draelon Burns ekki alveg heill til skógar.  Skotheldar heimildir herma að Keflvíkingar hafi nú þegar rætt við Nick Bradford og ef Burns sé ekki leikfær muni Bradford klára leikina sem eftir eru með Keflavík. 
 Sömu heimildir staðfesta að Njarðvíkingar hafi skrifað undir félagsskipti við leikmanninn og því ætti ekkert að vera því í fyrirstöðu að Bradford mæti á morgun í bláum Keflavíkurbúning. Þetta er hinsvegar allt háð því hvað kemur út úr læknisskoðun á Draelon Burns í dag.  Þetta er vissulega ekki ákjósanleg staða fyrir þá Keflvíkinga frekar en sú ákvörðun sem að Snæfellsmenn þurftu að taka með Jeb Ivey,  en þetta setur vissulega skrítin "twist" á lokarimmuna þetta árið. 
Fréttir
- Auglýsing -