Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Charlotte Bobcats voru sendir í sumarfrí á sínum eigin heimavelli eftir 90-99 ósigur gegn Orlando Magic. Milwaukee Bucks jöfnuðu einvígið í 2-2 gegn Atlanta Hawks og Phoenix Suns tóku 3-2 forystu gegn Portland TrailBlazers.
Bobcats 90-99 Magic
Vince Carter var með 21 stig í liði Magic en hjá Bobcats var Tyrus Thomas með 21 stig og 9 fráköst.
Bucks 111-104 Hawks
Joe Johnson var stigahæstur í tapliði Hawks með 29 stig og 9 stoðsendingar en hjá sigurliði Bucks var Brandon Jennings stigahæstur með 23 stig.
Suns 107-88 Blazers
Channing Frye gerði 20 stig í liði Suns en hjá Blazers var Andre Miller með 21 stig.
Ljósmynd/ Gerald Wallace og félagar í Bobcats eru fyrsta liðið í úrslitakeppninni sem fellur úr leik.