spot_img
HomeFréttirLygilegur endakafli: Myndband

Lygilegur endakafli: Myndband

 
Lokasekúndur í úrslitaleik Partizan og Cibona í króatísku NLB-deildinni í körfubolta fara líklega í sögubækurnar. Í framlengingu á sunnudaginn var Cibona undir 69-72 þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Tvær þriggja stiga körfur frá Marko Tomas og Bojan Bogdanovic komu liðinu hins vegar yfir 74-72 og aðeins sex sekúndubrot eftir af leiknum.
 
Karfan.is fór líka á stúfana og sendi Kristni Óskarssyni körfuknattleiksdómara erindi um málið:
 
Spurning Karfan.is:
Dómarar leiksins láta lokakörfuna standa en það er nokkuð af fólki inni á vellinum þegar skotið er framkvæmt eins og sést á neðra videoinu hjá DV (tengill á Youtube) – nú stendur karfan en getur þetta verið löglegt?
 
Svar Kristins:
… ef það eru starfsmenn liðsins getur það verið tæknivilla…
… eða að beita hagnaðarreglunni, líta framhjá því broti ef sóknarliðið vill samt sækja! Það er ekki til ein rétt niðurstaða.
Fréttir
- Auglýsing -