Lokahóf KKD Breiðabliks fór fram fyrir skemmstu þar sem Daníel Guðni Guðmundsson var valinn besti leikmaður liðsins tímabilið 2009-2010.
Bronsmerki Breiðabliks fengu þau Helen Guðjónsdóttir og Sigurður Einarsson fyrir störf sín í þágu deildarinnar. Að venju voru veittar viðurkenningar til leikmanna meistaraflokks sem þjálfarar völdu. Eftirtaldir fengu viðurkenningar:
Mikilvægasti leikmaðurinn: Aðalsteinn Pálsson
Besti leikmaðurinn: Daníel Guðni Guðmundsson
Besti varnarmaðurinn: Gylfi Geirsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Arnar Pétursson