Hreggviður Steinar Magnússon er með lausan samning en þessi 28 ára gamli leikmaður hefur verið á meðal þeirra sterkustu í úrvalsdeildinni síðustu ár. Karfan.is ræddi stuttlega við Hreggvið sem fór ekkert í grafgötur með það að hann myndi að sjálfsögðu skoða allt sem inn á borð hans kæmi.
,,ÍR er mitt uppeldisfélag og ræturnar eru alltaf sterkar en vissulega getur maður ekki verið sáttur við árangur liðsins síðsutu tvö ár. Annars er ég að gera mitt besta til að komast í hörkuform og legg allt kapp á að vera í kappi um titla á næsta tímabili,“ sagði Hreggviður sem gerði 14,4 stig og tók 5 fráköst að meðaltali í leik með ÍR á síðasta tímabili.
,,Í fyrsta sinn er ég að kanna alla möguleikana,“ sagði Hreggviður og því ekki sjálfgefið að hann verði áfram í Breiðholtinu.