Í dag er þéttur pakki á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð. Sex leikir á dagskránni og í mörg horn að líta en það er U 16 ára karlalið Íslands sem hefur leik gegn Norðmönnum kl. 10:30 að staðartíma eða kl. 8:30 að íslenskum tíma.
Dagskrá dagsins (íslenskur tími):
8:30 U16 ára kk: Ísland-Noregur
10:30 U 16 ára kvk: Ísland-Noregur
12:30 U 18 ára kk: Ísland-Svíþjóð
14:30 U 18 ára kvk: Ísland-Svíþjóð
16:30 U 16 ára kk: Ísland-Finnland
18:30 U 16 ára kvk: Ísland-Danmörk