Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og Sævaldur Bjarnason hafa komist að samkomulagi um að hinn síðarnefndi stýri meistaraflokki karla áfram næstu tvö árin. Sævaldur tók við liðinu, ásamt Guðna Hafsteinssyni, í febrúar síðastliðnum og undir þeirra stjórn vann liðið þrjá leiki og tapaði fimm í efstu deild karla.
Blikar féllu úr Iceland Express deild karla og leika því í 1. deild á næsta tímabili. Á heimasíðu Breiðabliks má finna viðtal við Sævald um næsta vetur.
Mynd: www.breidablik.is