Lokahóf körfuknattleiksmanna í Keflavík fór fram fyrir skömmu og má segja að Hörður Axel Vilhjálmsson hafi sópað til sín verðlaunum. Hann var kosinn besti leikmaðurinn í karlaliðnu og Birna Valgarðsdóttir hjá konunum.
Að auki var Hörður valinn besti varnarmaðurinn og þótti hafa sýnt mestu framfarirnar og var í úrvalsliði Keflavíkur ásamt Gunnari Einarssyni, Sigurði Þorsteinssyni, Birnu Valgarðsdóttur og Bryndísi Guðmundsdóttur.
Bryndís var einmitt valin besti varnarmaðurinn og Eva Rós Guðmundsdóttir hafði sýnt mestu framfarirnar.
Mynd: www.keflavik.is/karfan