Íþróttaakademía Íslands stendur fyrir Körfuboltabúðum á Laugarvatni dagana 15.-18. júlí fyrir krakka fædd 2007-2011.
Á þessu fjögurra daga námskeiði er gist í þrjár nætur í uppábúnum rúmum með fullu fæði.
Æft er tvisvar sinnum á dag auk fyrirlestra en einnig er mikið lagt upp úr skemmtanagildinu og má þar nefna kayak-ferðir, sundlaugapartý, bubblubolta, ratleik, crazy cars og margt fleira.
Sem fyrr eru umsjónarmenn körfuboltabúðanna Rakel Margrét Viggósdóttir og Skarphéðinn Freyr Ingason en þau búa yfir áralangri reynslu úr körfuboltanum.
Lagt er mikla áherslu á gæði og jákvæða upplifun á námskeiðinu okkar og munu reynslumiklir þjálfarar og leikmenn mæta og þjálfa á námskeiðinu ásamt því að halda fyrirlestra.
Fjöldinn allur af hæfileikaríkum þjálfurum og leikmönnum mættu á námskeiðið okkar í fyrra og er skipulag námskeiðsins sumarið 2022 á sömu nótum.
Fyrra námskeiðið þetta sumarið verður 12.-15. júlí, en þar sem það seldist upp á það hefur nú námskeiði verið bætt við frá 15.-18. júlí.
Takmörkuð sæti eru í boði og eru allar nánari upplýsingar á heimasíðu Íþróttaakademíu Íslands www.iai.is, á facebooksíðu Íþróttaakademíunnar eða í gegnum [email protected].
Verð 44.900 kr.